sunnudagur, 7. september 2008

Póstlistar. Þægileg viðbót við vefumsjónarkerfi


Þeir netverjar sem ferðast reglulega um vefinn, hafa án efa tekið eftir litlum hólfum á fjölda vefsvæða, þar sem boðið er upp á skráningu á póstlista.

Sumir ganga jafnvel lengra og skrá sig.

Mörg fyrirtæki hafa tekið upp póstlistaþjónustu að undanförnu, enda sjá þau mikinn hag í slíkri þjónustu. Einnig hafa félagasamtök og einstaklingar tekið þessa þjónustu inn á vefsíðu sína, ekki síst þeir aðilar sem starfa á vettvangi stjórnmála.
Með skynsamlegri notkun póstlista geta fyrirtæki og félagasamtök fylgst með umferð á vefinn, metið hvernig lesendur koma á síðuna og komið á fót tengslum við viðskiptavini sína. Jafnframt er þetta þægilegt markaðstæki, m.a. til að tilkynna útsölur, tilboð, eða einhverja sérstaka viðburði í fyrirtækinu/félagasamtökunum.
Póstlistar eru ódýrt og þægilegt markaðstæki, sem vefsíðueigendur ættu ekki að láta framhjá sér fara.

fimmtudagur, 4. september 2008

Verður vefverslun viðskiptamáti framtíðar?


Verður vefverslun, eða netverslun, viðskiptamáti framtíðarinnar, bæði hjá smáum og meðalstórum fyrirtækjum?

Við Íslendingar erum nýjungagjarnir. Nýjasta tækni og vísindi eru innleidd hér á landi af miklum móð. Það á ekki síst við um veraldarvefinn, sem Íslendingar eru þjóða duglegastir við að nota, bæði til upplýsingasöfnunar og viðskipta.

Á síðustu árum hefur orðið bylting í vefverslun á Íslandi. Sífellt fleiri fyrirtæki hafa sett upp netverslanir á vefsíðum sínum, þar sem notendur geta bæði skoðað vöruúrvalið og fest kaup á varningi með öruggum, einföldum og þægilegum hætti.

Slíkt fyrirkomulag er mikið þarfaþing, enda hafa margir lítinn tíma til að skoða sig um í verslunum, en nota vinnutíma eða frjálsar kvöldstundir til að leita á netinu að vöru og/eða þjónustu.

En til að þetta gangi upp þarf að finnast á niðurstöðusíðum leitarvéla. Því er ekki nóg, eitt og sér, að hafa gott vefumsjónarkerfi, vörukerfi eða verslunarkerfi. Vefsíðan þarf að finnast og helst að vera ofarlega eða efst á fyrstu niðurstöðusíðu Google og annarra leitarvéla. Það er þar, að internet ráðgjöf með meðfylgjandi aðgerðum kemur til sögunnar, s.s. leitarvélabestun / leitarvélagreining.

Satt best að segja tel ég ólíklegt að netverslun / vefverslun verði viðskiptamáti framtíðar, en slíkt fyrirkomulag á ábyggilega eftir að aukast verulega, ekki síst hér á Íslandi.

Sjá einnig:



föstudagur, 29. ágúst 2008

Heimasiðugerð og vefumsjónarkerfi


Heimasíðugerð getur verið vandasamt verkefni. Margir kjósa að spinna sína eigin vefi sjálfir, annað hvort með html-forritun eða notkun forrita sem sækja má á netinu eða kaupa. En hvernig heimasíðu vilt þú halda úti? Viltu reyna að gera þetta sjálf(ur) eða eftirláta fagmönnum að sjá um nauðsynlega vefhönnun eða vefsíðuráðgjöf að hluta til eða að öllu leyti?

Bæði einstaklingar og fyrirtæki bjóða fram þjónustu sína á þessu sviði. Sumir auglýsa fjöldaframleiddar og jafnan meingallaðar heimasíður fyrir lítið fé, aðrir leggja metnað í að gera góðar og glæsilegar heimasíður fyrir sanngjarnt verð.


Sjálfur tel ég nauðsynlegt, sér í lagi þegar í hlut eiga fyrirtæki eða félagasamtök, að hafa notendavænt

vefumsjónarkerfi á íslensku. Það sparar vefstjórum tíma og gerir þeim kleift að sinna öðrum verkum jafnframt. Því er jafnframt um fjárhagslegan ávinning að ræða, þegar til langs tíma er litið.

En rétt til að minnast á grundvallaratriðin bendi ég á eftirfarandi flýtileiðir:

mánudagur, 25. ágúst 2008

Hefur vefsíðan þín atburðadagatal?

Hefur vefsíðan þín atburðadagatal?

Fyrirtæki og félagasamtök hafa oft þörf fyrir að auglýsa starfsemi sína með einföldum þætti, þannig að viðskiptavinir eða félagar þurfi aldrei að velkjast í vafa um, hvað sé að gerast og hvenær.

Þessari þörf er auðveldlega mætt með því, að setja atburðadagatal á vefsíðu umræddra aðila. Þannig geta netverjar slegið á ákveðinn dag og séð hvaða atburðir eru þá skipulagðir eða skráð komandi viðburði í eigin dagbók.

Á þennan hátt geta aðilar beggja vegna borðsins jafnframt skipulagt sig fram í tímann. Fyrirtæki eða félagasamtök geta þannig haldið utan um skipulagða atburði langt fram í tímann og lesendur vefsíðna þeirra tekið frá einstaka daga eða kvöld, þegar þess er þörf.

Atburðadagatöl eru einföld og þægileg í notkun, bæði fyrir stjórnendur vefsvæða og lesendur þeirra.

miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Leitarvélavæn vefumsjónarkerfi?


Vefumsjónarkerfi eru misjafnlega leitarvélavæn. Sum hafa þann ágalla að bjóða upp á dýnamískar vefsíður (með "%", "?", "id" osfrv) en aðrar hafa annars konar ágalla, t.d. vefumsjónarkerfi sem eru með default vefsíður, þar sem flestar síðurnar búa yfir eins útlitshönnun. Slíkar fjöldaframleiddar síður skila litlu. Fyrirtæki og félagasamtök borga fyrir síður, en gleyma því að þær finnast jafnan afar illa á leitarvélum og skila því tiltölulega litlum árangri, enda eru þær ekki hannaðar með sýnileika í huga, heldur í anda Jóakims Aðalandar.


Í dag skiptir mestu máli að hafa góðan kóða og gott leitarvélavænt efnisinnihald, sérstaklega á forsíðunni. Þar flaska m.a. heimasíður frá Netvistun (sem er e.t.v. þekktasta default-síðu verksmiðjan) þar sem textaleysið á forsíðunni er algjört. Þetta eru reginmistök sem Google refsar fyrir. Það er nefnilega ekki nóg að kaupa sér síðu; það þarf að kaupa sér síðu sem virkar.


Þegar ég tók saman heilsuskýrslur fyrir Allra Átta rakst ég á, að þær síður, sem hafa gott vefumsjónarkerfi, skora mun betur á Google en default-síður eða heimatilbúnar. En góð vefumsjón er þó ein og sér ekki fullnægjandi, því efnisinnihaldið skiptir líka og ekki síður máli, en jafnframt góður og uppsettur texti með leitarvélavænu skipulagi.

föstudagur, 15. ágúst 2008

Vefumsjónarkerfi: Er verið að kasta krónunni en hirða aurinn?


Notarðu ókeypis vefumsjónarkerfi? Er það virkilega ókeypis?


Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Menn greiða fyrir matinn fyrr eða síðar, með einum eða öðrum hætti. Það á ekki síst við um „open-source“ vefumsjónarkerfi, eins og Joomla! og Mambo, en þau hafa notið töluverðra vinsælda og eru vinsæl meðal íslenskra fyrirtækja, þó sérstaklega Joomla!


Þessi kerfi eru aðgengileg og notkun þeirra á vefsvæðum hefur tiltölulega lítinn kostnað í för með sér. Þau hafa þannig jafnframt orðið grundvöllur starfsemi ýmissra vefhönnunarfyrirtækja sem nýta sér Joomla! án þess að hafa neitt upp á að bjóða. Slík fyrirtæki fjöldaframleiða ódýrar heimasíður og dæla þeim út til viðskiptavina, án þess e.t.v. að segja þeim hvað í raun er verið að bjóða upp á. Það sem sagt er, má vel vera satt, en sumt er þó áfram geymt í skugganum.


Hádegisverðurin er nefnilega aldrei ókeypis. Það er alltaf einhver sem þarf að borga. Einn kostnaðurliðurinn er, hvað snertir Joomla! og önnur „open-source“ vefumsjónarkerfi, að þau eru jafnan ekki jafn örugg og búin eins mörgum aukahlutum og hefðbundin vefumsjónarkerfi. Joomla!, sem er þekktasta „open-source“ vefumsjónarkerfið, hefur til að mynda enn vel yfir 80 öryggisvandamál samkvæmt úttekt Secunia frá ágúst 2008, en Joomla! 1.5 var sett á markað í janúar 2008 og hefur verið með alvarlega öryggisleka allt frá byrjun, svipað og kerald Bakkabræðra.


Fleiri alvarlegar athugasemdir hafa komið fram, eins og rætt hefur verið um í fjölmörgum greinum. En eitt það alvarlegasta við slík kerfi er, að það er ekki fullljóst að þau séu lögleg. Nefna má, að forritarar nota oft aðra "open-source" þætti, sem vissulega eru frjálsir, en ekki til að nota án leyfis eða sem hluta í önnur forrit. Fyrirtæki sem nota slík kerfi gætu jafnvel fengið lögsókn yfir sig, þó vísast muni rétthafar varla nenna að eltast fyrir lítil fyrirtæki á Íslandi hvað það snertir.


Annað vandamál er, að forritunarkóðinn virðist ekki alltaf verið í samræmi við ráðleggingar Google og því er alls ekki ólíklegt, að leitarvélar meti síður, sem nota slík kerfi, neðar en þær, sem nota hefðbundin vefumsjónarkerfi.


Joomla! er þó alls ekki slæmt lausn, til að mynda fyrir lítil fyrirtæki sem hafa e.t.v. ekki ráð á flóknum og dýrum kerfum, sér í lagi þegar þau eru ofmetin og e.t.v. engu eða lítið betri en "open-source" kerfin. En þau skulu hafa í huga, að hugsanlega eru þau að hirða aurinn en kasta krónunni.
Spurning hvort ekki sé hagstæðara, þegar til langs tíma er litið, að láta heimasíðugerð í hendur fagmanna?

miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Af hverju þarf ég vefumsjónarkerfi?



Þú þarft vefumsjónarkerfi, sért þú að halda úti vefsvæði fyrirtækis eða félagasamtaka. Einstaklingar, sem ekki kunna html-forritun eða hafa nægjanlega þekkingu á til dæmis Frontpage, Draumavefaranum eða öðrum slíkum forritum, gætu þurft á slíku kerfi að halda, sætti þeir sig ekki við bloggsíður eða einfaldar "1990s" síður.


En jafnvel færni í forritun og allskonar hönnunarkerfum kemur ekki í staðinn fyrir gott vefumsjónarkerfi.

Margar ástæður liggja þar að baki, rétt eins og þægilegra er að bora í vegg með rafmagnsbor en gamla handsnúna bornum hans afa. En hverjar eru þær helstu?

Í fljótu bragði detta mér í hug eftirfarandi ástæður:



  • Þægindi: Það eru mikil þægindi fólgin í því að vinna með gott vefumsjónarkerfi.

  • Tímasparnaður: Það tekur jafnan mun skemmri tíma að setja inn efni, myndir, gera breytingar eða uppfærslur í slíku kerfi en með "gamla mátanum".

  • Betri yfirstjórn og yfirsýn yfir verkið.

  • Auðvelt er að tengja við kerfið ýmsa aukahluti sem gera síðuna þægilegri og notendavænni.

  • Auðveldara er að hanna og stilla útlit í vefumsjónarkerfi, þar eð jafnan eru ákveðnir þægilegir fítusar innbyggðir í kerfið.

Og svona mætti lengi halda áfram. Mörg ágæt vefumsjónarkerfi eru á markaðnum en það þarf varla að koma neinum á óvart, sem séð hefur forsíðuna hjá mér, að ég mæli með vefumsjónarkerfi Allra Átta.

Nýtt vefumsjónarkerfi á gömlum grunni



Föstudagurinn 8. ágúst 2008 var opinber útgáfudagur hins nýja vefumsjónarkerfis Allra Átta, Summit.


Hið nýja kerfi byggir á hugmyndafræði núverandi vefumsjónarkerfis Allra Átta, en það nýtur mikilla vinsælda og þykir afar notendavænt, enda íslenskt og hannað fyrir íslenskan markað sérstaklega.


Summit bætir um betur með margskonar endurbótum og nýjungum, sem gera gott vefumsjónarkerfi enn betra. Gamla kerfið hefur verið uppfært á flestum sviðum, en meðal sérstakra breytinga eru, að kerfið styður nú þýðingar yfir á erlend tungumál, hefur endurbætt og aukin frétta- og auglýsingakerfi, og fleira.