sunnudagur, 7. september 2008

Póstlistar. Þægileg viðbót við vefumsjónarkerfi


Þeir netverjar sem ferðast reglulega um vefinn, hafa án efa tekið eftir litlum hólfum á fjölda vefsvæða, þar sem boðið er upp á skráningu á póstlista.

Sumir ganga jafnvel lengra og skrá sig.

Mörg fyrirtæki hafa tekið upp póstlistaþjónustu að undanförnu, enda sjá þau mikinn hag í slíkri þjónustu. Einnig hafa félagasamtök og einstaklingar tekið þessa þjónustu inn á vefsíðu sína, ekki síst þeir aðilar sem starfa á vettvangi stjórnmála.
Með skynsamlegri notkun póstlista geta fyrirtæki og félagasamtök fylgst með umferð á vefinn, metið hvernig lesendur koma á síðuna og komið á fót tengslum við viðskiptavini sína. Jafnframt er þetta þægilegt markaðstæki, m.a. til að tilkynna útsölur, tilboð, eða einhverja sérstaka viðburði í fyrirtækinu/félagasamtökunum.
Póstlistar eru ódýrt og þægilegt markaðstæki, sem vefsíðueigendur ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Engin ummæli: