Verður vefverslun, eða netverslun, viðskiptamáti framtíðarinnar, bæði hjá smáum og meðalstórum fyrirtækjum?
Við Íslendingar erum nýjungagjarnir. Nýjasta tækni og vísindi eru innleidd hér á landi af miklum móð. Það á ekki síst við um veraldarvefinn, sem Íslendingar eru þjóða duglegastir við að nota, bæði til upplýsingasöfnunar og viðskipta.
Á síðustu árum hefur orðið bylting í vefverslun á Íslandi. Sífellt fleiri fyrirtæki hafa sett upp netverslanir á vefsíðum sínum, þar sem notendur geta bæði skoðað vöruúrvalið og fest kaup á varningi með öruggum, einföldum og þægilegum hætti.
Slíkt fyrirkomulag er mikið þarfaþing, enda hafa margir lítinn tíma til að skoða sig um í verslunum, en nota vinnutíma eða frjálsar kvöldstundir til að leita á netinu að vöru og/eða þjónustu.
En til að þetta gangi upp þarf að finnast á niðurstöðusíðum leitarvéla. Því er ekki nóg, eitt og sér, að hafa gott vefumsjónarkerfi, vörukerfi eða verslunarkerfi. Vefsíðan þarf að finnast og helst að vera ofarlega eða efst á fyrstu niðurstöðusíðu Google og annarra leitarvéla. Það er þar, að internet ráðgjöf með meðfylgjandi aðgerðum kemur til sögunnar, s.s. leitarvélabestun / leitarvélagreining.
Satt best að segja tel ég ólíklegt að netverslun / vefverslun verði viðskiptamáti framtíðar, en slíkt fyrirkomulag á ábyggilega eftir að aukast verulega, ekki síst hér á Íslandi.
Sjá einnig:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli