föstudagur, 29. ágúst 2008

Heimasiðugerð og vefumsjónarkerfi


Heimasíðugerð getur verið vandasamt verkefni. Margir kjósa að spinna sína eigin vefi sjálfir, annað hvort með html-forritun eða notkun forrita sem sækja má á netinu eða kaupa. En hvernig heimasíðu vilt þú halda úti? Viltu reyna að gera þetta sjálf(ur) eða eftirláta fagmönnum að sjá um nauðsynlega vefhönnun eða vefsíðuráðgjöf að hluta til eða að öllu leyti?

Bæði einstaklingar og fyrirtæki bjóða fram þjónustu sína á þessu sviði. Sumir auglýsa fjöldaframleiddar og jafnan meingallaðar heimasíður fyrir lítið fé, aðrir leggja metnað í að gera góðar og glæsilegar heimasíður fyrir sanngjarnt verð.


Sjálfur tel ég nauðsynlegt, sér í lagi þegar í hlut eiga fyrirtæki eða félagasamtök, að hafa notendavænt

vefumsjónarkerfi á íslensku. Það sparar vefstjórum tíma og gerir þeim kleift að sinna öðrum verkum jafnframt. Því er jafnframt um fjárhagslegan ávinning að ræða, þegar til langs tíma er litið.

En rétt til að minnast á grundvallaratriðin bendi ég á eftirfarandi flýtileiðir:

Engin ummæli: