miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Af hverju þarf ég vefumsjónarkerfi?Þú þarft vefumsjónarkerfi, sért þú að halda úti vefsvæði fyrirtækis eða félagasamtaka. Einstaklingar, sem ekki kunna html-forritun eða hafa nægjanlega þekkingu á til dæmis Frontpage, Draumavefaranum eða öðrum slíkum forritum, gætu þurft á slíku kerfi að halda, sætti þeir sig ekki við bloggsíður eða einfaldar "1990s" síður.


En jafnvel færni í forritun og allskonar hönnunarkerfum kemur ekki í staðinn fyrir gott vefumsjónarkerfi.

Margar ástæður liggja þar að baki, rétt eins og þægilegra er að bora í vegg með rafmagnsbor en gamla handsnúna bornum hans afa. En hverjar eru þær helstu?

Í fljótu bragði detta mér í hug eftirfarandi ástæður:  • Þægindi: Það eru mikil þægindi fólgin í því að vinna með gott vefumsjónarkerfi.

  • Tímasparnaður: Það tekur jafnan mun skemmri tíma að setja inn efni, myndir, gera breytingar eða uppfærslur í slíku kerfi en með "gamla mátanum".

  • Betri yfirstjórn og yfirsýn yfir verkið.

  • Auðvelt er að tengja við kerfið ýmsa aukahluti sem gera síðuna þægilegri og notendavænni.

  • Auðveldara er að hanna og stilla útlit í vefumsjónarkerfi, þar eð jafnan eru ákveðnir þægilegir fítusar innbyggðir í kerfið.

Og svona mætti lengi halda áfram. Mörg ágæt vefumsjónarkerfi eru á markaðnum en það þarf varla að koma neinum á óvart, sem séð hefur forsíðuna hjá mér, að ég mæli með vefumsjónarkerfi Allra Átta.

Engin ummæli: