Vefumsjónarkerfi eru misjafnlega leitarvélavæn. Sum hafa þann ágalla að bjóða upp á dýnamískar vefsíður (með "%", "?", "id" osfrv) en aðrar hafa annars konar ágalla, t.d. vefumsjónarkerfi sem eru með default vefsíður, þar sem flestar síðurnar búa yfir eins útlitshönnun. Slíkar fjöldaframleiddar síður skila litlu. Fyrirtæki og félagasamtök borga fyrir síður, en gleyma því að þær finnast jafnan afar illa á leitarvélum og skila því tiltölulega litlum árangri, enda eru þær ekki hannaðar með sýnileika í huga, heldur í anda Jóakims Aðalandar.
Í dag skiptir mestu máli að hafa góðan kóða og gott leitarvélavænt efnisinnihald, sérstaklega á forsíðunni. Þar flaska m.a. heimasíður frá Netvistun (sem er e.t.v. þekktasta default-síðu verksmiðjan) þar sem textaleysið á forsíðunni er algjört. Þetta eru reginmistök sem Google refsar fyrir. Það er nefnilega ekki nóg að kaupa sér síðu; það þarf að kaupa sér síðu sem virkar.
Þegar ég tók saman heilsuskýrslur fyrir Allra Átta rakst ég á, að þær síður, sem hafa gott vefumsjónarkerfi, skora mun betur á Google en default-síður eða heimatilbúnar. En góð vefumsjón er þó ein og sér ekki fullnægjandi, því efnisinnihaldið skiptir líka og ekki síður máli, en jafnframt góður og uppsettur texti með leitarvélavænu skipulagi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli