Fyrirtæki og félagasamtök hafa oft þörf fyrir að auglýsa starfsemi sína með einföldum þætti, þannig að viðskiptavinir eða félagar þurfi aldrei að velkjast í vafa um, hvað sé að gerast og hvenær.
Þessari þörf er auðveldlega mætt með því, að setja atburðadagatal á vefsíðu umræddra aðila. Þannig geta netverjar slegið á ákveðinn dag og séð hvaða atburðir eru þá skipulagðir eða skráð komandi viðburði í eigin dagbók.
Á þennan hátt geta aðilar beggja vegna borðsins jafnframt skipulagt sig fram í tímann. Fyrirtæki eða félagasamtök geta þannig haldið utan um skipulagða atburði langt fram í tímann og lesendur vefsíðna þeirra tekið frá einstaka daga eða kvöld, þegar þess er þörf.
Atburðadagatöl eru einföld og þægileg í notkun, bæði fyrir stjórnendur vefsvæða og lesendur þeirra.
Upphaflega ritað fyrir Allra Átta
Engin ummæli:
Skrifa ummæli