miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Nýtt vefumsjónarkerfi á gömlum grunni



Föstudagurinn 8. ágúst 2008 var opinber útgáfudagur hins nýja vefumsjónarkerfis Allra Átta, Summit.


Hið nýja kerfi byggir á hugmyndafræði núverandi vefumsjónarkerfis Allra Átta, en það nýtur mikilla vinsælda og þykir afar notendavænt, enda íslenskt og hannað fyrir íslenskan markað sérstaklega.


Summit bætir um betur með margskonar endurbótum og nýjungum, sem gera gott vefumsjónarkerfi enn betra. Gamla kerfið hefur verið uppfært á flestum sviðum, en meðal sérstakra breytinga eru, að kerfið styður nú þýðingar yfir á erlend tungumál, hefur endurbætt og aukin frétta- og auglýsingakerfi, og fleira.


Engin ummæli: